Fyrr í vikuna sendi félagið 48 kassa af ýmsum skjölum til varðveislu á Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Þorsteinn E. Arnórsson, fyrrum starfsmaður félagsins og skjalavörður, hefur að undanförnu verið að fara í gegnum skjalaskápa félagsins og flokka gögn. Núna fór þó nokkur hluti þeirra gagna sem Þorsteinn fór í gegnum á safnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið sendir skjöl á Héraðsskjalasafnið til varðveislu. Þann 1. febrúar 2007 sendi félagið fyrst gögn á safnið og ósjaldan síðan.
Meginhlutverk héraðsskjalasafna er að taka við skjölum skilaskyldra aðila á safnsvæðinu, varðveita þau og hafa aðgengileg fyrir notendur safnsins. Það er einnig hlutverk safnsins að taka á móti og varðveita skjöl frá öðrum en afhendingarskyldum aðilum; veita skilaskyldum aðilum leiðsögn og aðstoð við skjalastjórn og hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra; gangast fyrir rannsóknum úr safnkosti; vinna að því að gera skjöl aðgengileg almenningi o.fl.