Síðustu tvo dag hefur félagið haldið fjóra fundi með trúnaðarmönnum félagsins sem starfa á almenna vinnumarkaðinum, þ.e. eftir samningum við Samtök atvinnulífsins. Á fundunum kynnti Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, ákvæði fimmta kafla Lífskjarasamningsins frá því í fyrra við Samtök atvinnulífsins um vinnutímastyttingu. Hann fór meðal annars yfir hvaða útfærslur væru í boði ef starfsmenn viðkomandi vinnustaðar hafa áhuga á að skoða þetta betur, en þá þurfa þeir að kjósa um það sín á milli. Góðar umræður urðu um málið en starfsfólk og atvinnurekendur munu kjósa um það fyrirkomulag sem hentar best á hverjum vinnustað fyrir sig, þ.e. ef starfsmenn vilja fara í slíkar aðgerðir.
Á fundina voru boðaðir allir trúnaðarmenn sem starfa í Matvæla- og þjónustudeild og Iðnaðar- og tækjadeild félagsins. Góð mæting var á fundina sem fram fóru á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð.