Nú stendur yfir opinn félagsfundur á Akureyri þar sem samankomnir eru fjölmargir félagsmenn. Fundurinn er m.a. tækifæri fyrir alla félaga til að koma fram með hugmyndir að launakröfum félagsins í kröfugerð sem send verður til samninganefndar Starfsgreinafélagsins í næstu viku. Þetta er fundur númer tvö af sex sem félagið heldur í vikunni. Á morgun verða fundir á Ólafsfirði og á Siglufirði.
Fundurinn á Ólafsfirði verður kl. 17:00 í Tjarnarborg.
Fundurinn á Siglufirði verður kl. 20:00 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b.
Boðið er upp á pólskan túlk á fundunum.