Fjarfundur - Rétta leiðin til að skilja hvert annað

Vert er að benda á áhugavert fjarfundarerindi sem verður í hádeginu næsta miðvikudag, 14. október, kl. 12:30.

Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB standa fyrir röð af hádegisfyrirlestrum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skiplögðu starfi verkalýðshreyfinga og annara almannasamtaka.
Fundirnir fara fram í gegnum Zoom og eru öllum opnir.

Íbúar Íslands koma frá fleiri en 150 löndum og í íslenskum grunnskólum eru nemendur sem tala a.m.k. 44 önnur móðurmál en íslensku. Hvernig er hægt að tryggja að allir í samfélaginu fái nauðsynlegar upplýsingar? Hvernig skiljum við hvert annað? Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands og fjallar um mikilvægi þýðinga og túlkunar í íslensku samfélagi. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, er Póllandi og segir frá mikilvægi túlkunar út frá sinni reynslu. Fundastjóri er Saga Kjartansdóttir, túlkur og þýðandi hjá Alþýðusambandi Íslands.
 
Fundurinn fer fram á Íslensku og Pólsku. Boðið er upp á túlkun og til að nýta hana þarf að smella á lítinn hnött sem birtist í stikunni og velja túlkun. Hægt er að velja „mute original sound“ til að heyra eingöngu í túlknum.