Vert er að benda á áhugavert fjarfundarerindi í hádeginu á morgun, föstudaginn 29. maí, kl. 12:30 um loftslagskrísuna.
Loftslagskrísan er enn eitt helsta viðfangsefni samfélagsins þrátt fyrir faraldurinn og nú er tækifæri til breytinga þegar hagkerfið er endurreist.
Ann Pettifor er ein af upphafshugsuðum um grænan nýjan samfélagssáttmála sem hefur verið í þróun beggja vegna Atlantshafsins, hagfræðingur og höfundur „The Case for the Green New Deal“. Hún mun fjalla um hvernig við getum breytt hagkerfinu þannig að það verndi og vinni fyrir umhverfið
ASÍ, BSRB og Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins standa fyrir röð af hádegisfundum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfinga og annarra almannasamtaka. Fundirnir fara fram í gegnum zoom og eru öllum opnir.
Boðið er upp á túlkun yfir á íslensku og til að nýta hana þarf að smella á lítinn hnött sem birtist í stikunni og velja túlkun. Hægt er að velja "mute original sound" til að heyra eingöngu í túlkinum.