Í gær fór fram aðalfundur Svæðisráðs Fjallabyggðar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var fundurinn rafrænn. Fyrir fundinn var ljóst að sitjandi svæðisfulltrúi, Margrét Jónsdóttir, gæfi ekki kost á sér til áfram. Engin mótframboð komu gegn þeim sem tilnefnd voru og er Elín Kjartansdóttir því nýr svæðisfulltrúi í Fjallabyggð til næstu tveggja ára. Hún kemur jafnframt ný inn í stjórn félagsins því svæðisfulltrúar Einingar-Iðju sitja í aðalstjórn fyrir hönd síns svæðið. Björn þakkaði Margréti fyrir góð störf í þágu félagsins á undanförnum árum en minnti á að hún væri ekki að yfirgefa félagsmennina því hún verður auðvitað áfram starfsmaður félagsina á skrifstofunni í Fjallabyggð.
Þorvaldur Hreinsson mun sitja áfram sem varasvæðisfulltrúi. Þar með er hann sjálfkjörin í trúnaðarráð félagsins.
Margrét þakkaði fyrir góð orð og óskaði Elínu og Þorvaldi til hamingju með kosninguna og velfarnaðar í þeirra störfum fyrir félagið.
Á fundinum fór Björn, formaður félagsins, einnig yfir niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.
Þorvaldur Hreinsson verður áfram varasvæðisfulltrúi Fjallabyggðar |
Margrét Jónsdóttir fyrrum svæðisfulltrúi |