Fimmta þing ASÍ-UNG

Fimmta þing ASÍ-UNG fer fram í dag, föstudaginn 14. september, á Hótel Reykjavík Natura.  Að þessu sinni verður sérstaklega hugað að hlutverkum stéttarfélaga hvað varðar yngra fólk á vinnumarkaði og hvaða áherslur sá hópur vill sjá í komandi kjarasamningum. Þrír fulltrúar sitja þingið fyrir hönd Einingar-Iðju.

ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks, 16-35 ára, innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungs fólks á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá hreyfingarinnar. Á þessum aldri eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, stofna fjölskyldur og kaupa húsnæði og því mikilvægt að rödd þeirra heyrist hátt og skýrt.

Þingið sitja fulltrúar aðildarfélaga ASÍ á aldrinum 16-35 ára.

Dagskrá 5. þings ASÍ-UNG