Ferðin til Austurríkis tókst frábærlega

Nýlega fóru 53 félagsmenn og makar á aldrinum 39 til 85 ára í ferð félagsins til Austurríkis. Ferðin tókst í alla staði frábærlega. Fyrstu dagana var gist í Zell am See en seini hluta ferðar var gist í Seefeld. M.a. var Arnarhreiðrið skoðað, farið til Salzburg, farið á Kitzsteinhorn sem er í 3030 metra hæð, Virkjunarlón í rúmlega 2000 metra hæð í Kaprun skoðað og margt fleira.

Eins og venjulega verður hægt að lesa ferðasöguna í jólablaði félagsins. Þangað til verðið þið að láta ykkur nægja að skoða nokkrar myndir úr ferðinni.