Félagsliðar funda á Akureyri

Nú stendur yfir hópavinna
Nú stendur yfir hópavinna

Nú stendur yfir fræðslufundur félagsliða innan SGS. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, stjórnar fundinum sem fer fram á Akureyri, nánar tiltekið í sal Einingar-Iðju á Akureyri. Þar er samankominn nokkur fjöldi félagsliða af öllu landinu og munu vera þar til kl. 15:30 en þá er áætlað að fundinum ljúki. Þrír félagsliðar taka þátt í gegnum netið frá Höfn í Hornafirði.

Dagskrá fundarins er þétt og fjölbreytt, en meðal dagskrárliða má nefna erindi um stöðu félagsliða á vinnumarkaði, umfjöllun um gildi félagsliðamenntunar fyrir umönnunarstörf og vinnumarkaðinn og erindi um sálræn áhrif streitu á líkamlega líðan.

Nú stendur yfir hópavinna þar sem m.a. er verið að ræða hver eru næstu skref fyrir félagsliða.