Félagsliðar funda

Starfsgreinasambandið hélt í gær samráðsfund með félagsliðum þar sem farið var yfir helstu baráttumál félagsliða, svo sem kröfuna um að starfsheiti þeirra sé viðurkennt innan heilbrigðisþjónustunnar. Til fundarins var boðað samkvæmt óskum félagsliða innan Starfsgreinasambandsins og víðar og var fundurinn opinn öllum félagsliðum. 

Fundurinn var haldinn í Reykjavík en hann var jafnframt sendur út í gegnum netið og þannig tóku fimm félagsliðar á Akureyri og fleiri víðar á landinu þátt í honum.