Félags- og húsnæðismálaráðherra vill að veraklýðsfélög reki leigufélög

Nokkrir fulltrúar félagsins á þinginu
Nokkrir fulltrúar félagsins á þinginu

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra ræddi m.a. um húsnæðismál í ræðu sinni við upphaf þings ASÍ í morgun. Um þau mál sagði ráðherra m.a:

"Það ætti það ekki að koma neinum hér á óvart þegar ég segi að mér finnst vel koma til greina að þið sem hér sitjið væru þeir aðilar sem gætu stofnað og rekið leigufélög án gróðasjónarmiða fyrir félagsmenn ykkar. Þið hafið reynsluna, þið hafið árum saman rekið leigufélög í gegnum orlofssjóðina ykkar og þekkið hvernig á að standa að þessu.

Ég bið ykkur hér með, beint og án milliliða, að ígrunda þessi mál vel, ekki síst félögin hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.

Ég minni einnig á að í allnokkrum kjarasamningum er fengin reynsla af samkomulagi ykkar við atvinnurekendur um framlög í fræðslusjóði, orlofssjóði og sjúkrasjóði og síðast árið 2011 náðist samkomulag við atvinnurekendur um að þeir greiddu rúman milljarð króna í starfsendurhæfingarsjóði á ári."

Ræða Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í heild sinni.