Fékkst þú launahækkun?

Laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum hækkuðu þann 1. janúar 2022 sem hér segir: 

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði - Nýr kauptaxti frá 1. janúar sl.
Þann 1. janúar 2022 hækkuðu kauptaxtar á almenna markaðinum um kr. 25.000 og almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu. Einnig hækkuðu lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022. 

Starfsfólk sveitarfélaga - Nýr kauptaxti frá 1. janúar sl.
Þann 1. janúar 2022 hækkuðu kauptaxtar hjá sveitarfélögunum um kr. 25.000. 

Starfsfólk ríkisins- Nýr kauptaxti frá 1. janúar sl.
Þann 1. janúar 2022 hækkuðu kauptaxtar hjá ríkinu um kr. 17.250.

 

Yfirfarið launaseðlana ykkar vandlega og bregðist við ef þið verðið vör við að umræddar launahækkanir hafi ekki skilað sér.