Nýsköpunarhelgin 13. til 15. febrúar nk. er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífsins. Einstaklingar með hugmyndir um atvinnu og nýsköpun koma saman til að skapa ný störf í samfélaginu, hvort heldur sem um er að ræða í starfandi fyrirtækjum eða í nýjum fyrirtækjum. Ekkert þátttökugjald og opið öllum eldri en 18 ára.
1 milljón í fyrstu verðlaun
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með teymi af fólki sem er með viðskiptahugmynd. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum.
Ferlið
Boðið er upp á morgunmat, hádegismat, kvöldmat og snarl yfir alla helgina. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu viðskiptahugmyndarinnar. Fjölmargir aðilar til dæmis, kennarar og leiðbeinendur og fleiri munu einnig kíkja við yfir helgina, setjast niður með teymum og aðstoða þau með framgöngu viðskiptahugmyndarinnar.
Nánari upplýsingar og skráning á www.ana.is