Þegar skólarnir klárast á vorin fara flest ungmenni í sumarvinnu en sumarvinnan gefur þeim dýrmæta starfsreynslu á vinnumarkaði. Að mörgu er að huga þegar farið er út á vinnumarkaðinn og hér eru því nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga.
- Nauðsynlegt er að gera ráðningarsamning og gott er lesa hann yfir með foreldrum áður en þú skrifar undir!
- Laun eru greidd fyrsta dag hvers mánaðar eftir að þeim mánuði lýkur sem laun eru greidd fyrir.
- Launaseðill er mikilvægur! – Mikilvægt er að fara yfir launataxtann og unna tíma!
- Prufutími á alltaf að vera greiddur – Þú átt ekki að vinna ókeypis!
- Jafnaðarkaup – Það er ekki samið um jafnaðarkaup í kjarasamningum!
- Þú átt að fá greitt stórhátíðarálag þegar þú vinnur á stórhátíðardögum!
Ef óvissa ríkir um eitthvað af þessu, hafðu þá samband við okkur!