Ert þú að vinna á veitingastað, hóteli, gistiheimili eða í annarri ferðaþjónustu?

Ert þú að vinna á veitingastað, hóteli, gistiheimili eða í annarri ferðaþjónustu? Hér fyrir neðan má finna nokkur áhersluatriði úr kjarasamningi.

  • Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta. 
  • 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár. 
  • Hámarks dagvinnutími á mánuði er 172 klst., eftir það greiðist yfirvinna sem er 80% hærri en dagvinna.
  • Hámarkslengd vaktar er 12 klst. 
  • Hvenær lýkur þinni vakt? Vakt skal skrá með upphaf og endi í vaktaplani. 
  • Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaskrá kynnt a.m.k. viku áður en hún tekur gildi. 
  • Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnu sem fellur utan dagvinnutímabils: 
    • 33% álag á tímabilinu kl. 17:00 - 00:00 mánudaga til föstudaga 
    • 45% álag á tímabilinu kl. 00:00 - 08:00 allar nætur svo og laugardaga og sunnudaga. 
  • Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda. 
  • Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta. 
  • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum. 
  • Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli. 

Nánari upplýsingar fást á skrifstofum félagsins, í síma 460 3600. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á ein@ein.is

ATHUGIÐ! Öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál