Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fá sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.
Fulltrúar aðildarfélaga SGS, þar á meðal Brynja Skarphéðinsdótti frá Einingu-Iðju, hittust í höfuðstöðvum sambandins sl. föstudag til að ganga frá kjörgögnum. Bæklingurinn verður sendur út í dag, mánudaginn 30. nóvember, og ætti að berast fólki næstu daga.