Launahækkun sem átti að koma til útborgunar 1. febrúar sl. á almenna markaðinum skv. kjarasamningi sem var undirritaður 21. desember sl. við Samtök atvinnulífsins komu ekki til framkvæmda þar sem samningurinn var felldur af félagsmönnum. Félaginu er hins vegar kunnugt um að sum fyrirtækið hafi ákveðið að hækka laun starfsmanna sinna.
Á morgun er búið að boða fulltrúa félagsins og fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins til fundar hjá ríkissáttasemjara.
Kjarasamningur við ríkið var laus 1. febrúar sl. og kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga eru lausir frá 1. mars nk.