Í endurskoðaðri hagspá 2013-2015 sem hagdeild ASÍ sendi frá sér í gær má sjá að árið 2013 verður þjóðinni þungt. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015.