Endanleg dagskrá þings ASÍ-UNG liggur fyrir

Annað þing ASÍ-UNG verður haldið í sal Rafiðnarskólans að Stórhöfða 27 þann 14. september. Á fjórða tug stéttarfélaga hefur tilnefnt fulltrúa á þingið, þar á meðal Eining-Iðja.

Húsnæðismál ungs fólks verður aðal umræðuefnið á þinginu en endanlega dagskrá þess liggur nú fyrir. Yfirskrift þingsins er: Húsnæði - mannréttindi ekki forréttindi.

Á þinginu verður m.a. opnuð ný vefsíða ASÍ-UNG sem sérstaklega er sniðin að ungu fólki og réttindum þess á vinnumarkaði.

Dagskrá 2. þings ASÍ-UNG