Árleg eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin í gær, 21. júní. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 9 og ekið eins og leið lá austur á Húsavík. Þaðan var farið upp að Þeystareikjum og svo aftur til baka niður á Húsavík þar sem Hvalasafnið var skoðað. Að því loknu var borðaður hádegismatur á Húsavík. Eftir mat var farið upp Kísilveg og farinn hringur í Mývatnssveit. Eftir það var farið á Illugastaði í Fnjóskadal þar sem drukkið var kaffi. Að lokum var farið um Víkurskarð og til Akureyrar á ný.