Árleg eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin í gær, miðvikudaginn 22. júní. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 9:00 og farið vestur í Húnavatnssýslur. Aðeins var stoppað í Varmahlíð áður en ekið var sem leið lá til Hvammstanga þar sem var snæddur hádegisverður á Sjávarborg og svo var aðeins kíkt í Selasafnið. Að því loknu var ekið fyrir Vatnsnesið og komið við á Blönduósi. Næst var ekið yfir Þverárfjall og til Sauðárkróks þar sem drukkið var kaffi á Mælifelli. Að því loknu var farið yfir Öxnadalsheiði og til Akureyrar á ný.
Um 50 félagsmenn fóru að þessu sinni í ferðina sem tókst í alla staði mjög vel.
Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér