Ekkert svindl - myndbönd

Eins og áður hefur komið fram á síðunni þá stendur Alþýðusamband Íslands í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur - ekkert svindl! Verkefnið er tvískipt, annars vegar beinist það að brotum gagnvart erlendu vinnuafli og hins vegar brotum á ungu fólki en báðir eiga þessir hópar sammerkt að vera illa upplýstir um rétt sinn á vinnumarkaði. ASÍ hefur reynt að nálgast erlenda hópinn með dreifimiðum og plakötum m.a. í matvöruverslunum en yngri hópinn með nýrri vefsíðu og myndböndum sem ætlað er að verkja ungt fólk til um hugsunar um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði.

Hér má sjá Ekkert svindl myndböndin