Eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin miðvikudaginn 22. júní 2016. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 9:00. Farið verður vestur í Húnavatnssýslur. Fyrst verður farið eins og leið liggur til Hvammstanga og þar snæddur hádegisverður. Síðan verður farið fyrir Vatnsnesið og komið við á Blönduósi. Þaðan verður farið yfir Þverárfjall og kaffi drukkið á Sauðárkróki. Að því loknu verður farið yfir Öxnadalsheiði og til Akureyrar á ný.
Ferðin kostar 6.000 krónur á mann.
Skráning í ferðina er á skrifstofum félagsins og í síma 460 3600 til 20. júní nk.