Einn kynningarfundur í kvöld

Í kvöld kl. 20 verður kynningarfundur á Akureyri á nýjum samningi fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum. Fundurinn verður í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins.

Dagskrá:

  1. Kynning á nýjum kjarasamningi.
  2. Önnur mál.
Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn hefst á morgun, þriðjudaginn 1. desember, og mun ljúka á miðnætti 8. desember nk. Starfsgreinasambandið sér um atkvæðagreiðsluna. Allir félagsmenn Einingar-Iðju sem greiddu félagsgjöld í október og starfa hjá sveitarfélagi, alls tæplega þúsund manns, fá sendan kynningarbækling og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna. Bæklingurinn mun fara í póst í dag og ætti að berast inn um lúgu félagsmanna fljótlega. Ef einhver fær ekki send gögn frá SGS, en starfa hjá sveitarfélagi og gerðu það í október, hafið þá samband við félagið. 
 

Sýnum ábyrga afstöðu!

Mætum og kynnum okkur samninginn áður en við greiðum atkvæði.