Eining-Iðja er á Facebook

Félagið er komið á Facebook. Allar fréttir sem birtast á heimasíðu félagsins, www.ein.is, munu jafnframt birtast þar ásamt öðru sem tilheyrir starfinu. Þeir sem vilja fylgjast með er bent á að „Líka“ nýju síðuna.

Vinsamlegast athugið að ekki er fylgst með síðunni allan sólarhringinn, reynt er að bregðast við athugasemdum eins fljótt og hægt er. Þeir sem vilja hafa samband við félagið er bent á að hringja í 460 3600, senda póst á ein@ein.is, eða með því að senda inn fyrirspurn í gegnum heimasíðuna.

Fyrirvari vegna birtingar efnis á Facebook-síðu Einingar-Iðju

Upplýsingar á síðunni eru einungis til fræðslu og upplýsinga. Það er áhugavert að fá ummæli frá félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á starfseminni. Það er mikilvægt að vera varkár í skrifum sínum og hafa í huga að gagnrýna efni, en ekki einstaklinga.

Allar athugasemdir, spurningar, lof og last er birt, en aðeins ef um er að ræða efni sem tengist starfsemi félagsins og er málefnalega fram sett. Eining-Iðja áskilur sér rétt til að eyða því efni sem ekki fellur undir lýsingu þessa. Undir það falla niðrandi, óviðeigandi ummæli í garð einstaklinga eða hópa, og ásakanir um refisverða háttsemi, slíku verður eytt tafarlaust.

Hver sá sem skrifar ummæli eða athugasemd á Facebook-síðu félagsins gerir það á eigin ábyrgð, en séu ummælin brot á landslögum áskilur félagið sér rétt til að vísa þeim til lögreglu.