Starfsgreinasamband Íslands og Flugleiðahótel ehf. undirrituðu í dag nýjan kjarasamnings sem tekur til
starfsfólks á Edduhótelum sem vinna eftir hlutaskiptakerfi. Samningurinn kemur til viðbótar kjarasamningi aðila frá 22. júní 2011 og
tekur mið af breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 21. desember 2013 ásamt sáttatillögu
ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2014 til 28. febrúar 2015 og fellur hann þá
úr gildi án sérstakrar uppsagnar.
Laun verða sem hér segir frá gildistöku samningsins þann 1. apríl 2014:
|
Launafl. 5 |
Launafl. 6 |
Byrjunarlaun 18 ára |
207.814 |
209.500 |
Eftir 1 ár |
209.500 |
211.211 |
Eftir 3 ár |
211.211 |
212.948 |
Eftir 5 ár |
212.948 |
214.711 |
Eftir 7 ár |
214.711 |
216.500 |
Önnur atriði samningsins, s.s. ákvæði um lágmarkstekjur, ráðningar, vinnufyrirkomulag og launaauka má nálgast hér.