Dyravarðarnámskeiði lokið

Dyravarðarnámskeið sem staðið hefur undanfarnar tvær vikur lauk í gær. 16 þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu, en frá því árið 2000 hefur Eining-Iðja, í samstarfi við Sýslumannin á Norðurlandi eystra og lögregluna, staðið fyrir slíkum námskeiðum. Eitt af skilyrðum fyrir skemmtanaleyfi er að þeir sem starfa við dyravörslu hafi lokið slíku námskeiði.

Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Bóklegu tímarnir fóru fram í Einingar-Iðju-salnum í Alþýðuhúsinu en verklegar æfingar fóru fram á slökkvistöðinni, í húsnæðu Rauða krossins og í sal Fenris. Farið var yfir fjölmarga þætti sem fylgja starfi dyravarða. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn fjallaði um samskipti dyravarða og lögreglu, reglugerð um löggæslu á skemmtunum og borgaralega handtöku. Kári Erlingsson rannsóknarlögreglumaður var með fræðslu um fíkniefni. Jón Ívar Rafnsson, frá Vátryggingarfélagi Íslands, fór yfir og útskýrði það helsta í sambandi við tryggingar í starfi. Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, fjallaði um réttindi og skyldur starfsmanna sem og vinnuveitenda. Þorsteinn Pétursson lögreglumaður fór yfir hvernig menn eiga að skoða skilríki og annað sem viðkemur dyravarðastarfinu. Sigurður Eiríksson, fulltrúi sýslumanns fjallaði um áfengislög, reglugerð og leyfi vegna áfengisveitinga og fleira. Gauti Grétarsson kenndi slysahjálp, Martha Óskarsdóttir, verkefnastjóri við eldvarnareftirlit fór yfir brunavarnir og Ingþór Örn Valdimarsson fór í gegnum ferlið hvernig eigi að bera sig við að handtaka menn.

Á myndinni eru nýútskrifaðir dyraverðir ásamt varaformanni Einingar-Iðju, Önnu Júlíusdóttir, og einum af fjölmörgum kennurum sem kenndu á því, Steina Pje, fyrrverandi lögreglumanni.