Dyravarðarnámskeiði lauk í gær

Dyravarðarnámskeið sem staðið hefur yfir síðastliðnar tvær vikur lauk í gær. 20 þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu og hafa m.a. farið yfir slysahjálp og brunavarnir, hvernig eigi að bera sig að við handtöku, samskipti við lögreglu, tryggingar í starfi. Þá var hópurinn fræddur um áfengislög, reglugerð og leyfi vegna áfengisveitinga og einnig var fræðslu varðandi fíkniefni.

Eining-Iðja og Sýslumaðurinn á Akureyri standa að námskeiðinu, en eitt af skilyrðum fyrir skemmtanaleyfi er að þeir sem starfa við dyravörslu hafi lokið slíku námskeiði.