Dyravarðanámskeið

Réttu handtökin kennd
Réttu handtökin kennd

Eining-Iðja og Sýslumaðurinn á Akureyri halda dyravarðanámskeið dagana 22. til 31. október nk. Athugið að nemendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Lögreglustjóri hefur ákveðið að eitt af skilyrðum fyrir skemmtanaleyfi verði að þeir sem starfa við dyravörslu hafi lokið dyravarðanámskeiði.

Skráning og upplýsingar á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri, í síma 460 3600 frá kl. 8 til 16 alla virka daga.

Dagskrá:


22. október kl. 19:30 Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.

  • Afhending gagna, námskeiðið sett: Samskipti dyravarða og lögreglu, reglugerð um löggæslu á skemmtunum og borgaraleg handtaka: Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn
  • Fíkniefni,fræðsla: Kári Erlingsson, rannsóknarlögreglumaður


23. október kl. 19:30 Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.

  • Tryggingar í starfi: Jón Ívar Rafnsson VÍS
  • Réttindi og skyldur: Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju


24. október kl. 20:00 KA-heimilið v/Dalsbraut Akureyri.

  • Handtaka, æfingar: (Koma með íþróttagalla.) Jón Óðinn Óðinsson Júdóþjálfari


29. október kl. 19:30 Slökkvistöð Akureyrar v/Árstíg.

  • Brunavarnir: Björn H. Sigurbjörnsson slökkviliðsmaður


30. október kl. 19:30 Rauði krossinn, Viðjulundi 2.

  • Slysahjálp: Jón Knutsen slökkviliðsmaður


31. október kl. 19:30 Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14.

  • Áfengislög, reglugerð og leyfi vegna áfengisveitinga og fleira: Sigurður Eiríksson, fulltrúi sýslumanns
  • Skoðun skilríkja: Þorsteinn Pétursson fyrrverandi lögreglumaður
  • Námskeiðslok, veitingar og viðurkenningar afhentar.