Fyrirhugað er að Eining-Iðja, í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra, haldi dyravarðanámskeið dagana 29 til 31. október og 5. til 7. nóvember nk., ef næg þátttaka fæst. Kennslan tekur sex kvöld, þrjú kvöld í hvorri viku.
Athugið, enginn getur gegnt dyravörslu nema þeir sem lögreglustjóri samþykkir. Nemendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.
Skráning fer fram á skrifstofum Einingar-Iðju, ekki er nægjanlegt að hringja, því viðkomandi þarf að fylla út umsókn um að taka þátt í námskeiðinu.
Ókeypis fyrir félagsmenn, en kr. 30.000 fyrir aðra!
Dagskrá:
29. október kl. 19:30, Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.
30. október kl. 19:30, Rauði krossinn, Viðjulundi 2.
31. október kl. 19:30, Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14.
5. nóvember kl. 19:30, Slökkvistöð Akureyrar v/Árstíg.
6. nóvember kl. 19:30, Íþróttahúsið við Laugagötu
7. nóvember kl. 19:30, Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.