Fyrirhugað er að Eining-Iðja og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra haldi dyravarðanámskeið dagana 26. október til 4. nóvember nk., ef næg þátttaka fæst. Kennslan tekur sex kvöld, þrjú kvöld á tveimur vikum.
Athugið! Nemendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Sýslumaður gefur út leyfi fyrir dyraverði, leyfin eru háð því skilyrði að viðkomandi fari á námskeið.
Skráning og upplýsingar á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri, í síma 460 3600 eða á ein@ein.is frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.
ATHUGIÐ! Þeir sem voru búnir að skrá sig þurfa að staðfesta skráninguna
Dagskrá:
26. október kl. 19:30 - Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.
- Afhending gagna, námskeiðið sett:
- Áfengislög, reglugerð og leyfi vegna áfengisveitinga og fleira:
- Sigurður Eiríksson, fulltrúi sýslumanns
- Fíkniefni,fræðsla:
- Kári Erlingsson, rannsóknarlögreglumaður
27. október kl. 19:30 - Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14 Akureyri.
- Tryggingar í starfi:
- Réttindi og skyldur:
- Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju
28. október kl. 19:30 - Austursíða 2, í sal Fenris
- Handtaka, æfingar: (Koma með íþróttagalla.)
2. nóvember kl. 19:30 - Slökkvistöð Akureyrar v/Árstíg.
- Brunavarnir:
- Martha Óskarsdóttir, verkefnastjóri eldvarnareftirlit
3. nóvember kl. 19:30 - Rauði krossinn, Viðjulundi 2.
- Slysahjálp:
- Álfheiður Svana Kristjánsdóttir
4. nóvember kl. 19:30 - Einingar-Iðjusalurinn 2. hæð Skipagötu 14.
- Skoðun skilríkja:
- Þorsteinn Pétursson, fyrrverandi lögreglumaður
- Samskipti dyravarða og lögreglu, reglugerð um löggæslu á skemmtunum og borgaraleg handtaka:
- Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn
Námskeiðslok, veitingar og viðurkenningar afhentar.