Dalvíkurbyggð endurskoðar hækkanir

Fyrr í mánuðinum sendi Eining-Iðja fyrirspurn á öll sveitarfélög á svæðinu og óskaði eftir upplýsingum hvort áætlað sé í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár þess fyrir árið 2014. Í gær barst fyrsta svarið. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að endurskoða áformaðar breytingar á þeim þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Eining-Iðja fagnar því að Dalvíkurbyggð skuli taka svona í fyrirspurn félagsins og vonast til að fá samsvarandi svör frá öðrum sveitarfélögum á svæðinu. 

Eftirfarandi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í gær:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að  endurskoða áformaðar breytingar á þeim þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga.  Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Sveitarstjórn samþykkir því að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og felur byggðaráði og sveitarstjóra að leggja nýja tillögu fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 3. desember nk.