Eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin 21. júní 2017.
Fyrst verður farið eins og leið liggur austur á Húsavík. Þaðan verður ekið upp að Þeystareikjum og svo aftur til baka niður á Húsavík þar sem Hvalasafnið verður skoðað. Að því loknu verður borðaður hádegismatur á Húsavík. Eftir mat verður farið upp Kísilveg og farinn hringur í Mývatnssveit. Eftir það verður farið á Illugastaði í Fnjóskadal þar sem drukkið verður kaffi. Að lokum verður farið um Víkurskarð og til Akureyrar á ný.
Ferðin kostar 6.000 krónur á mann.
Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferð er á skrifstofum félagsins, sími 460 3600.