Þar sem skattkort eru orðin rafræn er ekki lengur hægt að skila inn skattkorti til félagsins. Því þurfa félagsmenn að skrifa undir beiðni um nýtingu persónuafsláttar, þ.e. ef félagið á að nýta hann, þegar skilað er inn umsókn um dagpeninga.
Ef skráning á nýttum persónuafslætti er ekki í samræmi við nýjustu upplýsingar af vefsvæði Ríkisskattstjóra getur ofnýting átt sér stað. Ríkisskattstjóri kann í slíkum tilfellum að óska eftir því að félagið hætti að nýta persónuafslátt tímabundið. Það er því mikilvægt að upplýsingar frá RSK séu sóttar á vefsvæði sama dag og beiðni þessi er send Einingu-Iðju. Ef athugasemd fylgir yfirliti yfir nýtingu á persónuafslætti þínum á vefsvæði RSK kann að vera nauðsynlegt að þú hafir samband við Ríkisskattstjóra til að fá ítarlegari upplýsingar um persónuafslátt og hvernig hann megi nýta.