Í Akureyri Vikublaði sem kom út í gær má finna eftirfarandi viðtal við Björn Snæbjörnsson, formann félagsins og SGS.
Gildandi kjarasamningar flestra verkalýðsfélaga við atvinnurekendur renna út í lok febrúar og er undirbúningur kjaraviðræðna kominn af stað. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að þungt hljóð er í verkalýðsforystunni þessa dagana, þar sem Samtök atvinnulífsins messa yfir þjóðinni um nauðsyn þess að gerðir verði „hóflegir“ kjarasamningar, þannig að hægt verði að viðhalda stöðugu efnahagslífi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur talað á svipuðum nótum. Í október sagði hann ekki raunhæft að laun hækki um meira en 3,5 prósent á ári í komandi kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðsins. Annars þyrfti bankinn að beita stýrivöxtum til að draga úr áhrifum launahækkana á verðbólgu.
Viðtalið í heild má finna hér á heimasíðunni Akureyri.net
Akureyri Vikublað sem kom út í gær má finna hér í rafrænu formi