Í kjarasamningi sem gerður var við ríkið fyrr á árinu var ákveðið að tekin yrði upp ný launatafla um næstu áramót. Þessi nýja launatafla byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum og í tengslum við þessa breyting átti að endurskoða stofnanasamninga.
Hjá félaginu þarf að gera sex stofnanasamninga fyrir áramót, á hverjum vinnustað fyrir sig, og eru þeir í vinnslu. Nú þegar er búið að skrifa undir tvo. Fyrr í vikunni var skrifað undir nýjan samning við Menntaskólann á Akureyri og í morgun var gengið frá nýjum samningi við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Nánar
Ný launatafla tekur gildi hjá ríkinu 1. janúar 2021 sem byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa. Varpa þarf störfum í nýju töfluna, tryggt verður að enginn sem raðast fyrir neðan launaflokk 17 í dagvinnutaxta í desember 2020 fái minna en sem nemur kr. 24.000 hækkun á dagvinnulaunum. Aðrir fá að lágmarki 18.000 kr. hækkun. Í einhverjum tilvikum gæti þurft að varpa einstaklingi í hærri flokk/þrep en röðunarforsendur gera ráð fyrir. Til að fá frekari hækkun á röðun verður viðkomandi fyrst að uppfylla skilyrði samkvæmt nýjum röðunarforsendum.
Nýja launataflan mun birtast fljótlega á vef félagsins