Breytingin á húsi nr. 18 á Illugastöðum

Í september ákvað stjórn Einingar-Iðju að láta stækka hús félagsins nr. 18 á Illugastöðum og hófust framkvæmdir í byrjun október. Eftir stækkun verður húsið um 80 fermetrar að stærð, en viðbyggingin sjálf er um 30 fermetrar. Áætlanir gera ráð fyrir að húsið verði tilbúið næsta vor.

Framkvæmdum miðar vel áfram, viðbyggingin var orðin fokheld fyrir jól og búið er að klæða nýja partinn að utan, bæði þak og hliðar. Búið er að rífa allt innanúr gamla partinum og þegar tíðindamaður síðunnar var á ferðinni í byrjun vikunnar var verið að leggja plötur á gólfið og farið að huga að því að setja upp veggi.

Fyrsta fréttin um framkvæmdina

Nokkrar myndir