Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum. Breytingar á virðisaukaskatti ættu að hafa áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en ætla má að breytingar á vörugjöldum kunni skila sér á næstu vikum. Á heimasíðu sinni hvetur Alþýðusambandið neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breytinganna og hvernig þær skila sér út í verðlag og tekur Eining-Iðja heilshugar undir það. 

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Almenna þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24%  - lækkar verð um 1,2%

Dæmi um vörur og þjónustu í almenna þrep virðisaukaskatts

  • Föt og skór
  • Lyf
  • Áfengi og tóbak
  • Raforka til almennra nota
  • Þjónusta iðnaðarmanna
  • Húsgögn og húsbúnaður
  • Búsáhöld
  • Verkfæri
  • Tölvur og prentara
  • Símtæki
  • Bílar
  • Bílaviðgerðir
  • Póst og símaþjónusta
  • Tryggingar
  • Hársnyrting
  • Snyrtivörur
  • Skartgripir og úr
  • Hreinlætisvörur
  • Flugfargjöld

Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 7% í 11% - Verð vara hækkar um 3,7%

Helstu vörur og þjónustuliðir í neðra þrepi virðisaukaskatts

  • Mat- og óáfengar drykkjarvörur
  • Bækur
  • Dagblöð og tímarit
  • Geisladiskar
  • Heitt vatn
  • Raforka til húshitunar
  • Bleiur og smokkar
  • Gistiþjónusta
  • Veitingaþjónusta
  • Afnotagjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva
  • Aðgangur að vegamannvirkjum - Hvalfjarðargöng

 

Almenn vörugjöld eru feld brott  

Almenn vörugjöld eru afnumin en þau vöru lögð á sykur og sætar mat- og drykkjarvörur, stærri raftæki, byggingarvörur og bílavarahluti

Helstu breytingar á vörugjöldum eru eftirfarandi:

Sykur og sætar mat- og drykkjarvörur (sykurskattur)

Áhrif breytinganna á verð einstakra vara er misjafnt og fer eftir því hversu mikinn sykur/sætuefni þau innihalda en hvert kíló sykurs bar fyrir 1. janúar 210 króna vörugjald. Virðisaukaskattur á þessum vörum hækkar jafnframt úr 7% í 11%. 

Dæmi um sætar mat og drykkjarvörur sem báru vörugjald (sykurskatt)

  • Sykur, molasykur, púðursykur o.þ.h. – 210 kr/kg
    • Gosdrykkir – 21 kr/lítra
    • Ís – 32 kr/lítra
    • Sultur, grautar, ávaxtamauk – 210 kr/kg af viðbættum sykri
    • Kex og sætabrauð - 210 kr/kg af viðbættum sykri
    • Súkkulaði og sælgæti - 210 kr/kg af viðbættum sykri
    • Sætar mjólkurvöru - 210 kr/kg af viðbættum sykri
    • Sætt morgunkorn - 210 kr/kg af viðbættum sykri

 

Stærri raftæki sem bera 25% vörugjöld – lækka í verði um 21%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

 

Dæmi um vörur sem báru 25% vörugjald

  • Sjónvörp
    • Útvörp, hljómflutningstæki og hátalarar
    • Myndbandstæki
    • Heimabíókerfi

 

Stærri raftæki sem bera 20% vörugjöld – lækka í verði um 18%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

 

Dæmi um vörur sem báru 20% vörugjald

  • Þvottavélar
    • Þurrkarar
    • Eldavélar, helluborð og ofnar
    • Kæliskápar
    • Frystiskápar- og kistur
    • Uppþvottavélar
    • Örbylgjuofnar

  

Byggingavörur og bílavarahlutir sem báru 15% vörugjöld – lækka í verði um 14%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

Dæmi um vörur sem báru 15 % vörugjald

  • Vaskar, baðker, sturtuklefar, salernisskálar
    • Blöndunartæki
    • Gólfefni
    • Flísar
    • Veggfóður
    • Gipsplötur, þiljur
    • Lampar og ljósabúnaður
    • Rafgeymar
    • Stuðarar
    • Gírkassar
    • Vatnskassar
    • Baksýnisspeglar