Um áramót taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum. Breytingar á virðisaukaskatti ættu að hafa áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en ætla má að breytingar á vörugjöldum kunni skila sér á næstu vikum. Á heimasíðu sinni hvetur Alþýðusambandið neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breytinganna og hvernig þær skila sér út í verðlag og tekur Eining-Iðja heilshugar undir það.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Almenna þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24% - lækkar verð um 1,2%
Dæmi um vörur og þjónustu í almenna þrep virðisaukaskatts
Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 7% í 11% - Verð vara hækkar um 3,7%
Helstu vörur og þjónustuliðir í neðra þrepi virðisaukaskatts
Almenn vörugjöld eru feld brott
Almenn vörugjöld eru afnumin en þau vöru lögð á sykur og sætar mat- og drykkjarvörur, stærri raftæki, byggingarvörur og bílavarahluti
Helstu breytingar á vörugjöldum eru eftirfarandi:
Sykur og sætar mat- og drykkjarvörur (sykurskattur)
Áhrif breytinganna á verð einstakra vara er misjafnt og fer eftir því hversu mikinn sykur/sætuefni þau innihalda en hvert kíló sykurs bar fyrir 1. janúar 210 króna vörugjald. Virðisaukaskattur á þessum vörum hækkar jafnframt úr 7% í 11%.
Dæmi um sætar mat og drykkjarvörur sem báru vörugjald (sykurskatt)
Stærri raftæki sem bera 25% vörugjöld – lækka í verði um 21%
Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%
Dæmi um vörur sem báru 25% vörugjald
Stærri raftæki sem bera 20% vörugjöld – lækka í verði um 18%
Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%
Dæmi um vörur sem báru 20% vörugjald
Byggingavörur og bílavarahlutir sem báru 15% vörugjöld – lækka í verði um 14%
Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%
Dæmi um vörur sem báru 15 % vörugjald