Breyting á reglum vegna einstaklingsstyrkja!

Stjórnir fræðslusjóðanna þriggja, Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar hafa samþykkt breytingar á reglum einstaklingsstyrkja með gildistöku frá og með 1. Janúar 2013.

Tómstundastyrkir verða 75% af viðurkenndum kostnaði og hámark þeirra hækkað í kr. 20.000.- sem dregst frá heildarhámarki hverju sinni (er nú kr. 60.000.-)

Samþykktar voru sérstakar reglur varðandi þátttöku sjóðanna í ferða-og dvalarkostnaði við nám/námskeið einstaklinga (sjá reglur). Eyðublöð vegna þessara styrkja eru aðgengileg á vefum sjóðanna. Ferða-og dvalarstyrkir eru afgreiddir sér en dragast frá hámarki einstaklingsstyrkja hverju sinni (hámark er nú kr. 60.000.-)