Boltinn hjá aðildarsamtökunum

Á heimasíðu ASÍ segir að samninganefndir landssambanda og félaga innan Alþýðusambandsins fara í dag og á morgun yfir þær hugmyndir sem hafa verið ræddar innan samninganefndar ASÍ og í samskiptum við Samtök atvinnulífsins um ramma að nýjum kjarasamningi. Ef baklandið gefur grænt ljós á áframhaldandi vinnu á þeim grunni má búast við að viðræður við SA fari á fulla ferð seinni hluta vikunnar og þá hefjist jafnframt viðræður um launaliði.