Á síðasta fundi miðstjórnar ASÍ var ákveðið á grundvelli 40. gr. laga ASÍ að boða til þriggja formannafunda á vettvangi ASÍ í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Hugmyndin er að kynna á fyrsta fundi hvernig samninganefnd ASÍ hyggst nálgast endurskoðunina, fara yfir viðbrögð atvinnurekenda og framvindu viðræðna á öðrum fundi og kynna síðan drög að niðurstöðu á þeim síðasta. Fyrir kl. 16:00 þann 21. janúar 2013 þarf samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA að tilkynna hvorum aðila um sig niðurstöðu sína varðandi framlengingu kjarasamninga.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Setu- og atkvæðarétt á formannafundum eiga skv. 36. gr. ,,formenn allra aðildarfélaga ASÍ, formenn aðildardeilda einstakra sambanda, forseti og varaforseti ASÍ, þeir miðstjórnarmenn (aðal- og varamenn) sem ekki eru formenn aðildarfélaga eða aðildardeilda auk formanns ASÍ-UNG.