Þing ASÍ fer fram í dag með tæplega 300 þingfulltrúum. Þingið er rafrænt og var þingsetningin og ávörp í opnu streymi. Rétt fyrir klukkan 11 var þinginu svo lokað öðrum en skráðum þingfulltrúum en reiknað er með þinglokum á öðrum tímanum í dag. Á þessu þingi verða kjarnaatriðin, samkvæmt lögum ASÍ, afgreidd en þinginu svo frestað fram á vor þegar farið verður í málefnavinnu. Hér má finna ávörpin sem flutt voru í morgun.