Atvinnuleysi 3,8% í marsmánuði

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 191.000 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mars 2016, sem jafngildir 81,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir mars 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan minnkaði lítillega eða um 0,2 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 1.400 en hlutfallið af mannfjölda stóð hins vegar í stað. Atvinnulausum fækkaði um sem nemur 500 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,3 stig.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.