Áttu eftir að kjósa?

Þessa dagana stendur yfir rafræn atkvæðakvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunar 16 félaga innan SGS. Þátttaka ykkur skiptir miklu máli, ef þú ert að vinna á almenna vinnumarkðnum, þ.e. eftir samningi félagsins við SA, og átt eftir að kjósa þá skaltu gera það sem fyrst. Ýttu líka í vinnufélagana til að athuga hvort þeir séu búnir að kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Það er það sem skiptir máli.

Skrifstofur Einingar-Iðju opnar lengur
Eins og fyrr segir verður kosið með rafrænum hætti. Skrifstofur Einingar-Iðju verða því opnar lengur en venjulega, þar sem veittar verða upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Þeir félagsmenn sem hafa ekki aðgang að tölvu geta komið og kosið á skrofstofunum. Skrifstofurnar vera opnar eins og hér segir:

  • Akureyri til kl. 20:00 – 23. til 26. mars og 30. mars.
  • Dalvík til kl. 18:00 - 23. til 26. mars og 30. mars.
  • Fjallabyggð til kl. 18:00 - 24. til 26. mars og 30. mars.
  • Allir staðir - Laugardagur 28. mars milli kl. 13 og 17 

Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en hefur ekki fengið send gögn er hægt að kæra sig inn. Viðkomandi þarf að hafa samband við Sigrúnu Lárusdóttir á skrifstofu félagsins á Akureyri. Hún sendir málið til kjörstjórnar sem mun taka afstöðu til þess. 

Kæru félagar takið afstöðu með því að kjósa um verkfallsboðun.

Launafólk í landinu þarf á ykkar kröftum að halda.