Áttu eftir að kjósa?

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum. Félagsmenn hafa fengið send kjörgögn. Þeir sem starfa eftir kjarasamningi þessum og hafa ekki fengið gögn frá félaginu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins á Akureyri.

Atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn Einingar-Iðju, sem staðsett er á Akureyri, fyrir kl. 17:00 þann 21. janúar nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin. Póststimpill gildir ekki. Sýnum ábyrga afstöðu! Greiðum atkvæði og póstleggjum það strax!

ATHUGIÐ!
Að gefnu tilefni er vert að taka fram að ekki er búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum og því fengu félagsmenn sem starfa eftir þeim samningum ekki send kjörgögn.