Átt þú til gamlar myndir fyrir okkur?

Nú er verið að rita sögu Einingar-Iðju. Stefnt er á að saga félagsins verði í og með atvinnusaga Eyjafjarðarsvæðisins á þessu tímabili, saga samfélagsins og að einhverju leyti saga þjóðar. Þetta er allt samtvinnað þannig að heimildirnar liggja mjög víða.

Ef einhver býr yfir myndum sem tengjast sögunni þá er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við Þorsteinn á netfangið steini@ein.is eða hringja í síma 460 3600 og biðja um Steina.

Gaman væri ef félagið fengi myndir sem ekki hafa verið prentaðar áður, t.d. gamlar tækifærismyndir sem jafnvel sýna óvart það sem á þeim er.

Veitt verður viðurkenning fyrir áhugaverðustu myndina!