Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða til félagsins, en Eining-Iðja á aðild að þremur fræðslusjóðum, Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt.
Félagsmenn fengu endurgreitt um 61 milljón vegna námskostnaðar á árinu 2020. Það getur borgað sig að kanna sinn rétt.
Almennt um skilyrði fyrir umsókn
- Félagsmaður sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 24 og greitt til aðildarfélags sjóðanna á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.
- Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.
- Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila ásamt reikningi/kvittun til viðkomandi stéttarfélags. Umsókn um styrk þarf að berast viðkomandi stéttarfélagi innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings.
- Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum, heldur rétti sínum til styrks enda komi hann aftur til vinnu eftir starfshlé og skal þá eiga rétt á greiðslu í samræmi við reglur.
- Foreldrar í fæðingarorlofi geta nýtt sér áunninn rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða félagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
- Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða félagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
- Áunnin réttindi félagsmanna innan Sveitamenntar SGS, Ríkismenntar SGS, Landsmenntar, Starfsafls, Sjómenntar og Starfsmenntasjóðs verslunar-og skrifstofufólks haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli aðildarfélaga/deilda sjóðanna.
- Félagsmaður sem hverfur frá vinnu og hættir að greiða til aðildarfélags sjóðanna, heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
Vegna Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020 og stendur nú yfir til 31. desember 2021. Átakið fól í sér sérstaka samninga við fræðsluaðila um ýmis námskeið sem sjóðirnir fjármögnuðu að fullu en einnig voru reglur um almennar styrkveitingar rýmkaðar. Endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga.
Sjá nánar hér um 90% endurgreiðsluna
Hægt er að sjá reglur vegna einstaklingsstyrkja hér: Landsmennt – Sveitamennt – Ríkismennt