Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning milli SGS og SA. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun, en atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn Einingar-Iðju, sem staðsett er á Akureyri, fyrir kl. 17:00 á morgun, þriðjudaginn 21. janúar. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin. Póststimpill gildir ekki. Sýnum ábyrga afstöðu! Greiðum atkvæði og póstleggjum það strax!
Úrslit atkvæðagreiðslunnar verður kynnt um miðjan dag á miðvikudag, á svipuðum tíma og önnur stéttarfélög kynna niðurstöður sinna félaga.