Atkvæðagreiðslan er hafin

Í hádeginu í dag hófst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga sem var undirritaður þann 1. júlí sl., en hún stendur yfir dagana 11. til 22. júlí nk.

Í þetta skiptið verður atkvæðagreiðslan með rafrænum hætti og fer hún fram á vef Starfsgreinasambandins. Í vikunni áttu allir kosningabærir aðilar að fá sent bréf þar sem má m.a. finna leiðbeiningar um rafrænu atkvæðagreiðsluna. Með bréfinu fylgir jafnframt kynningarbæklingur um samninginn.

Þeir starfsmenn sem samningurinn nær til eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og umfram allt taka afstöðu og greiða atkvæði um nýgerðan samning. Lendi einstaklingar í vandræðum með að greiða atkvæði eru þeir hvattir til að hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag.

Hér að neðan má nálgast kjarasamninginn í heild sinni, nýja kauptaxtaskrá sem og áðurnefnan kynningarbækling á rafrænu formi.

-Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

-Kauptaxtar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

-Kynningarbæklingur vegna nýs kjarasamnings