Atkvæðagreiðsla um kjarasamning hófst í morgun

Í morgun kl. 8:00 hófst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning ASÍ við SA, það er hjá þeim félagsmönnum sem starfa á almenna vinnumarkaðinum (ekki hjá ríki eða sveitarfélagi). Atkvæðagreiðslunni lýkur 12 á hádegi 24. febrúar.

Það eina sem þú þarft að gera til að greiða atkvæði er að ýta á grænu myndina af kjörkassa sem finna má á forsíðu heimasíðunnar (ATH! ekki á myndina hér til hliðar). Þar þarf að setja inn lykilorð sem berst með kynningargögnum um samninginn og atkvæðagreiðsluna sem ASÍ sendi frá sér sl. mánudag, 15. febrúar, og ættu að hafa borist öllum sem eru á kjörskrá á tímabilinu 16. - 19. febrúar. 

Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kíkt á skrifstofur félagsins og fengið aðganga að viðeigandi tækjabúnaði og aðstoð ef með þarf. 

Sýnum samstöðu og greiðum atkvæði!